Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 14:41 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að maðurinn hafi í fyrsta lagi verið ákærður fyrir brot gegn foreldrum sínum með því að hafa á tímabilinu 2021 til 2023 ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð þeirra með líkamlegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem og hótunum. Í júlí árið 2022 hafi hann á heimili foreldranna skvett kaffi á móðurina og kallað hana hóru og ógeð, rifið hurð af eldhúsinnréttingu, hent glösum í gólfið með þeim afleiðingum að þau brotnuðu, sagt við foreldrana að hann ætlaði að lemja þá og ýtt föðurnum á vegg í eldhúsi íbúðarinnar. Í byrjun apríl árið 2023 hafi hann á heimili foreldranna hrint föðurnum þannig að hann lengi á steyptum vegg og féll í jörðina. Þegar móðirin hugðist hringja á lögreglu hafi hann tekið símann af henni og hent upp á þak heimilisins. Þá hafi hann brotið rúði í bílskúr heimilisins með því að kasta múrsteini í gegnum hana. Tveimur dögum seinna hafi hann komið að heimilinu, stigið öskrandi út úr leigubifreið og hótað að ef foreldrarnir greiddu ekki fyrir farið myndi hann kasta grjóti inn um rúðu á heimili þeirra og koma inn til þeirra. Þegar foreldrarnir óskuðu eftir því að hann færi á brott hafi hann tekið upp grjót og ítrekað hótun sína um að kasta því í gegnum rúðuna. Móðirin hafi þá greitt leigubílstjóranum en í sömu andrá hafi lögregluna borið að garði. Ítrekaðar hótanir Á fyrrgreindu tímabili hafi hann ítrekað og endurtekið hótað föðurnum barsmíðum og lífláti, meðal annars ef foreldrarnir létu hann ekki hafa pening, hótað föðurnum að hann myndi beita aðra ofbeldi og drepa, hótað foreldrunum báðum að hann myndi eyðileggja bifreið föðurins, auk þess að hóta þeim að hann myndi taka eigið líf. Loks segir varðandi brot í garð foreldranna að hann hefði á tímabilinu ítrekað og endurtekið beitt þá andlegu ofbeldi og viðhaft ærumeiðandi ummæli í þeirra garð, bæði í eigin persónu og í formi smáskilaboða, meðal annars með því að kalla móðurina mellu, hóru og beyglu, kalla föðurinn eigingjarna nöðru, segja föðurnum að hann gruni að hann sé barnaníðingur, segja föðurnum að hann voni að hann drepist sem fyrst, segja foreldrunum að skjóta sig, segja þeim að „fokka“ sér, segja þeim að fara til fjandans og krefjast þess margítrekað og endurtekið með mjög ágengum hætti að þeir létu hann fá peninga. Ók á mann Maðurinn hafi einnig verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í lok júlí árið 2021, við inngang Hótel Grásteins í Reykjanesbæ, slegið mann tvisvar sinnum með krepptum hnefa í andlitið. Afleiðingar þess hafi verið að maðurinn missti meðvitund og hlaut nefbrot. Þá hafi hann verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á bifreiðastæði við Atlantsolíu að Hólagötu, Reykjanesbæ, með því að hafa slegið mann ítrekuð hnefahögg, meðal annars í höfuð, þar sem maðurinn sat í ökumannssæti bifreiðarinnar en hann í farþegasæti og í framhaldi, eftir að maðurinn hafði yfirgefið bifreiðina, fært sig í ökumannssæti og ekið bifreiðinni á manninn með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf og síðan á framrúðu bifreiðarinnar. Allt með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut heilahristing, mar og yfirborðsáverka hægra megin á höfði, tognun og ofreynslu á hálshrygg, væg eymsli hægra megin yfir brjóstvegg og dreifð þreifieymsli á kvið. Loks hafi hann verið ákærður fyrir nytjastuld, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Brýnt að hann njóti þéttrar geðlæknismeðferðar Í dóminum segir að undir rekstir málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til að annast geðheilbrigðisrannsókn á manninum og taka afstöðu til þess hvort hann teljist hafa verið sakhæfur í skilningi almennra hegningarlaga þegar hann framdi brot sín og hvort refsing sé líkleg til að skila árangri í skilningi sömu laga. „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur ákærða hafa verið fullfæran um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstund. Að því sögðu tekur matsmaður þó fram að ákærði glími við flóknar geðraskanir og hafi frá [afmáð]. Þegar þessir þættir fari saman hafi það stundum leitt til mikilmennskuhugmynda og ofbeldishneigðar.“ Matsmaður hafi sagt ekki auðsvarað hvort refsing geti borið árangur í skilningi almennra hegningarlaga, enda búi ákærði við flókinn [afmáð]-sjúkdóm samfara mikilli vímuefnaneyslu. Matsmaður telji að refsing ein og sér muni ekki hafa fælingaráhrif á manninn og að án langtíma geðmeðferðar sé viðbúið að hann haldi áfram á sömu braut. Sökum þessa sé brýnt að hann njóti þéttrar geðlæknismeðferðar og eftirlits af hálfu fagaðila. Langur sakaferill Maðurinn hafi komið fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann teljist því sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann eigi að baki langan sakaferil, sem nái aftur til 1999. Hann hafi orðið átján ára í júní árið 2000. Eftir það hafi hann hlotið sjö refsidóma á árunum 2001 til 2011, ýmist fyrir hegningarlagabrot, umferðarlagabrot eða fíkniefnalagabrot. Síðan þá hafi hann hlotið dóma árin 2013, 2017 og 2021. Hefur sæst við foreldra sína Í dóminum segir að það horfi manninum til málsbóta að hann játaði greiðlega sök fyrir dómi, hann freisti þess nú að ná tökum á lífi sínu eftir margra ára óreglu, hafi sæst við foreldra sína, undanfarna mánuði dvalið á meðferðarheimilinu og fái lofsamlega dóma meðferðaraðila. „Við sakarmat í málinu verður og haft í huga að ákærði hefur um árabil búið við alvarlegar geðraskanir og mikinn fíknivanda, sem hvort tveggja virðist hafa mótað persónuleika hans. Þótt sömu veikindi réttlæti hvergi háttsemi ákærða kunna þau að horfa til skýringar á þeim hótunar- og ofbeldisbrotum sem hann er sakfelldur fyrir. Þá verður ekki horft framhjá því að sum brotin og flest þau alvarlegustu voru framin fyrir um eða yfir fjórum árum. Að gættum öllum þessum atriðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 14 mánaða fangelsi. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta nú fullnustu þeirrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð.“ Þá var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt, honum gert að sæta upptöku á rúmlega grammi af amfetamíni, greiða þeim sem hann ók á 750 þúsund krónur í miskabætur og loks 2,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að maðurinn hafi í fyrsta lagi verið ákærður fyrir brot gegn foreldrum sínum með því að hafa á tímabilinu 2021 til 2023 ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð þeirra með líkamlegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem og hótunum. Í júlí árið 2022 hafi hann á heimili foreldranna skvett kaffi á móðurina og kallað hana hóru og ógeð, rifið hurð af eldhúsinnréttingu, hent glösum í gólfið með þeim afleiðingum að þau brotnuðu, sagt við foreldrana að hann ætlaði að lemja þá og ýtt föðurnum á vegg í eldhúsi íbúðarinnar. Í byrjun apríl árið 2023 hafi hann á heimili foreldranna hrint föðurnum þannig að hann lengi á steyptum vegg og féll í jörðina. Þegar móðirin hugðist hringja á lögreglu hafi hann tekið símann af henni og hent upp á þak heimilisins. Þá hafi hann brotið rúði í bílskúr heimilisins með því að kasta múrsteini í gegnum hana. Tveimur dögum seinna hafi hann komið að heimilinu, stigið öskrandi út úr leigubifreið og hótað að ef foreldrarnir greiddu ekki fyrir farið myndi hann kasta grjóti inn um rúðu á heimili þeirra og koma inn til þeirra. Þegar foreldrarnir óskuðu eftir því að hann færi á brott hafi hann tekið upp grjót og ítrekað hótun sína um að kasta því í gegnum rúðuna. Móðirin hafi þá greitt leigubílstjóranum en í sömu andrá hafi lögregluna borið að garði. Ítrekaðar hótanir Á fyrrgreindu tímabili hafi hann ítrekað og endurtekið hótað föðurnum barsmíðum og lífláti, meðal annars ef foreldrarnir létu hann ekki hafa pening, hótað föðurnum að hann myndi beita aðra ofbeldi og drepa, hótað foreldrunum báðum að hann myndi eyðileggja bifreið föðurins, auk þess að hóta þeim að hann myndi taka eigið líf. Loks segir varðandi brot í garð foreldranna að hann hefði á tímabilinu ítrekað og endurtekið beitt þá andlegu ofbeldi og viðhaft ærumeiðandi ummæli í þeirra garð, bæði í eigin persónu og í formi smáskilaboða, meðal annars með því að kalla móðurina mellu, hóru og beyglu, kalla föðurinn eigingjarna nöðru, segja föðurnum að hann gruni að hann sé barnaníðingur, segja föðurnum að hann voni að hann drepist sem fyrst, segja foreldrunum að skjóta sig, segja þeim að „fokka“ sér, segja þeim að fara til fjandans og krefjast þess margítrekað og endurtekið með mjög ágengum hætti að þeir létu hann fá peninga. Ók á mann Maðurinn hafi einnig verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í lok júlí árið 2021, við inngang Hótel Grásteins í Reykjanesbæ, slegið mann tvisvar sinnum með krepptum hnefa í andlitið. Afleiðingar þess hafi verið að maðurinn missti meðvitund og hlaut nefbrot. Þá hafi hann verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á bifreiðastæði við Atlantsolíu að Hólagötu, Reykjanesbæ, með því að hafa slegið mann ítrekuð hnefahögg, meðal annars í höfuð, þar sem maðurinn sat í ökumannssæti bifreiðarinnar en hann í farþegasæti og í framhaldi, eftir að maðurinn hafði yfirgefið bifreiðina, fært sig í ökumannssæti og ekið bifreiðinni á manninn með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf og síðan á framrúðu bifreiðarinnar. Allt með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut heilahristing, mar og yfirborðsáverka hægra megin á höfði, tognun og ofreynslu á hálshrygg, væg eymsli hægra megin yfir brjóstvegg og dreifð þreifieymsli á kvið. Loks hafi hann verið ákærður fyrir nytjastuld, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Brýnt að hann njóti þéttrar geðlæknismeðferðar Í dóminum segir að undir rekstir málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til að annast geðheilbrigðisrannsókn á manninum og taka afstöðu til þess hvort hann teljist hafa verið sakhæfur í skilningi almennra hegningarlaga þegar hann framdi brot sín og hvort refsing sé líkleg til að skila árangri í skilningi sömu laga. „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur ákærða hafa verið fullfæran um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstund. Að því sögðu tekur matsmaður þó fram að ákærði glími við flóknar geðraskanir og hafi frá [afmáð]. Þegar þessir þættir fari saman hafi það stundum leitt til mikilmennskuhugmynda og ofbeldishneigðar.“ Matsmaður hafi sagt ekki auðsvarað hvort refsing geti borið árangur í skilningi almennra hegningarlaga, enda búi ákærði við flókinn [afmáð]-sjúkdóm samfara mikilli vímuefnaneyslu. Matsmaður telji að refsing ein og sér muni ekki hafa fælingaráhrif á manninn og að án langtíma geðmeðferðar sé viðbúið að hann haldi áfram á sömu braut. Sökum þessa sé brýnt að hann njóti þéttrar geðlæknismeðferðar og eftirlits af hálfu fagaðila. Langur sakaferill Maðurinn hafi komið fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann teljist því sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann eigi að baki langan sakaferil, sem nái aftur til 1999. Hann hafi orðið átján ára í júní árið 2000. Eftir það hafi hann hlotið sjö refsidóma á árunum 2001 til 2011, ýmist fyrir hegningarlagabrot, umferðarlagabrot eða fíkniefnalagabrot. Síðan þá hafi hann hlotið dóma árin 2013, 2017 og 2021. Hefur sæst við foreldra sína Í dóminum segir að það horfi manninum til málsbóta að hann játaði greiðlega sök fyrir dómi, hann freisti þess nú að ná tökum á lífi sínu eftir margra ára óreglu, hafi sæst við foreldra sína, undanfarna mánuði dvalið á meðferðarheimilinu og fái lofsamlega dóma meðferðaraðila. „Við sakarmat í málinu verður og haft í huga að ákærði hefur um árabil búið við alvarlegar geðraskanir og mikinn fíknivanda, sem hvort tveggja virðist hafa mótað persónuleika hans. Þótt sömu veikindi réttlæti hvergi háttsemi ákærða kunna þau að horfa til skýringar á þeim hótunar- og ofbeldisbrotum sem hann er sakfelldur fyrir. Þá verður ekki horft framhjá því að sum brotin og flest þau alvarlegustu voru framin fyrir um eða yfir fjórum árum. Að gættum öllum þessum atriðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 14 mánaða fangelsi. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta nú fullnustu þeirrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð.“ Þá var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt, honum gert að sæta upptöku á rúmlega grammi af amfetamíni, greiða þeim sem hann ók á 750 þúsund krónur í miskabætur og loks 2,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira