Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 09:32 Emma skilur lítið í gagnrýninni og segir um grín að ræða, íþróttafólk sé bara svo fallegt. getty Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“ Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sjá meira
Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“
Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sjá meira
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12