„Við viljum meira“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 23:15 Kelly, sem skoraði sigurmark Englands í úrslitum EM 2022, biður fólk vinsamlegast að róa sig. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira