„Ég held að þetta sé ekki bóla“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, og Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. vísir/bjarni Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur. Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur.
Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira