Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 16:50 Þessa mynd fangaði kvikmyndatökumaður Ríkisútvarpsins af Eyþóri. Guðmundur Bergkvist Mótmælandi á mótmælafundi Félagsins Íslands-Palestínu skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is sem var á vettvangi. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira