Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 22:56 Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira