Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:38 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir vítaklúðrið en hún er aðeins átján ára gömul og á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Getty/EyesWideOpen Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18
„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01