„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:42 Davíð Smári segir að sínir menn hafi verðskuldað tapið. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira