Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 08:32 Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang. Slökkvilið í Vesturbyggð Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þurfti skemmuna niður og kom bóndinn í næsta bæ slökkviliðsmönnum til aðstoðar. Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós. Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós.
Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira