Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2025 20:03 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason tóku þátt í dagskrá Dags íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni í dag. Með þeim er Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn Kappa, sem var ein af skipuleggjendum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama
Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira