Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2025 13:06 Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Blönduósi og sveitunum þar í kring um helgina en Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, viðburðastjóri vökunnar er hér við skiltið góða. Aðsend Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér Húnabyggð Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér
Húnabyggð Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira