Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 11:18 Keir Starmer forsætisráðherra mætir á kjörstað í London sumarið 2024 ásamt eiginkonu sinni Victoriu. Getty Images/Jakub Porzycki Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. England Réttindi barna Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
England Réttindi barna Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira