Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 10:00 Hetjur enska landsliðsins í gær. Hannah Hampton markvörður sem fór á kostum í vítakeppninni og Chloe Kelly sem breytti leiknum um leið og hún kom inn á völlinn. Getty/Maja Hitij Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) EM 2025 í Sviss Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira