Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 18:47 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði Ísland sterkan og áreiðanlegan bandamann. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira