Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2025 15:48 Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hún hefur hvorki veitt fréttastofu viðtal í dag né í gær vegna eldsumbrotanna. Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira