Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 18:21 Reykur rís eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar Sýrlandshers í dag. Getty Þrír voru drepnir og þrjátíu og fjórir særðir í árás Ísraels á Sýrland í dag. Ísrael gerði í dag árás á höfuðstöðvar sýrlenska hersins og á svæði nálægt forsetahöllinni í höfuðborginni Damaskus. Þetta ber að líta sem verulega stigmögnun á átökunum í Mið-Austurlöndum en Ísrael er með þessu að fylgja eftir hótunum sínum um að grípa inn í átök milli stjórnarhersins í Ísrael og bardagamanna úr þjóðflokki Drúsa í suðursýrlensku borginni Suwayda. Innanríkisráðuneyti Sýrlands tilkynnti síðar um vopnahléssamkomulag í Suwayda og Sheik Yousef Jarbou, trúarleiðtogi Drúsa, staðfesti að vopnahlé tæki strax gildi. Jarbou sagði að samkomulagið væri „til þess að stöðva algjörlega allar hernaðaraðgerðir í Suwayda af öllum aðilum“ og „til að innlima Suwayda að fullu inn í sýrlenska ríkið.“ Í gær var reyndar einnig tilkynnt um vopnahlé en fljót losnaði upp úr því. Myndefni frá Sýrlandi sýndi fjórar sprengingar úr ísraelskum árásum sem skullu á sýrlensku herhöfuðstöðvarnar í Damaskus, sem leiddi til þess að stórir reykjarmekkir risu á loft. Svo lenti önnur loftárás nálægt forsetahöllinni. Ísrael hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Sýrlandi og segir hana til þess fallna að vernda drúsaminnihlutann í Sýrlandi, sem Ísrael lítur á sem mögulegan bandamann og sem hefur tekið þátt í átökum við sýrlenska stjórnarherinn í Suwayda. Samfélag Drúsa hefur þó sögulega séð ekki alltaf tekið íhlutun Ísraelsmanna fagnandi, að því er Al Jazeera greinir frá. Utanríkisráðuneyti Sýrlands sakar Íraelsmenn um að kynda undir aukna spennu á svæðinu með árásum sínum. Ráðuneytið segir árás Ísraelsmanna til marks um gróft brot á alþjóðalögum. Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ísrael gerði í dag árás á höfuðstöðvar sýrlenska hersins og á svæði nálægt forsetahöllinni í höfuðborginni Damaskus. Þetta ber að líta sem verulega stigmögnun á átökunum í Mið-Austurlöndum en Ísrael er með þessu að fylgja eftir hótunum sínum um að grípa inn í átök milli stjórnarhersins í Ísrael og bardagamanna úr þjóðflokki Drúsa í suðursýrlensku borginni Suwayda. Innanríkisráðuneyti Sýrlands tilkynnti síðar um vopnahléssamkomulag í Suwayda og Sheik Yousef Jarbou, trúarleiðtogi Drúsa, staðfesti að vopnahlé tæki strax gildi. Jarbou sagði að samkomulagið væri „til þess að stöðva algjörlega allar hernaðaraðgerðir í Suwayda af öllum aðilum“ og „til að innlima Suwayda að fullu inn í sýrlenska ríkið.“ Í gær var reyndar einnig tilkynnt um vopnahlé en fljót losnaði upp úr því. Myndefni frá Sýrlandi sýndi fjórar sprengingar úr ísraelskum árásum sem skullu á sýrlensku herhöfuðstöðvarnar í Damaskus, sem leiddi til þess að stórir reykjarmekkir risu á loft. Svo lenti önnur loftárás nálægt forsetahöllinni. Ísrael hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Sýrlandi og segir hana til þess fallna að vernda drúsaminnihlutann í Sýrlandi, sem Ísrael lítur á sem mögulegan bandamann og sem hefur tekið þátt í átökum við sýrlenska stjórnarherinn í Suwayda. Samfélag Drúsa hefur þó sögulega séð ekki alltaf tekið íhlutun Ísraelsmanna fagnandi, að því er Al Jazeera greinir frá. Utanríkisráðuneyti Sýrlands sakar Íraelsmenn um að kynda undir aukna spennu á svæðinu með árásum sínum. Ráðuneytið segir árás Ísraelsmanna til marks um gróft brot á alþjóðalögum.
Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira