„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 12:33 Höskuldur á von á opnari leik og segir Blikana verða að sýna hugrekki og spila fram á við. vísir / arnar Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira