Innlent

Þyrlan kölluð út að sækja veikan far­þega á skemmtiferðakipi

Agnar Már Másson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja veikan mann á skemmtiferðaskipi út af Hornafirði.

Þetta staðfestir Viggó Sigurðsson, á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. 

„Þetta er sjúkraflur á vesturleiðum út af Hornafirði,“ segir Viggó. Aðeins um einn veikan mann sé að ræða.

Hann segir að þetta sé annað sjúkraflug gæslunnar í dag, hið fyrra var í Ólafsvík, en fleiri hafi útköllin ekki verið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×