Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 12:13 Í dag má svo sannarlega tala um sól og sumaryl. Vísir/Anton Brink Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“ Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“
Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira