Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2025 23:01 Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun