Innlent

Krist­rún og Guð­rún mætast í Sprengi­sandi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Alma Möller, heilbrigðisráðherra, mun bregðast við nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landspítala í fyrsta skipti. Skýrslan sýnir fram á mönnunarmvanda og álagi á spítalanum sem hefur áhrif á allt heilbrigðiskerfið. Kristján og Alma kom til  með að ræða hvernig hægt sé að bregðast við þessari stöðu.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræðir ástandið á þinginu, kjarnorkuákvæðið og beitingu þess. Þá fer hann yfir stöðu þingsins eftir þessa hörðu hríð að undanförnu.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, takast á um stjórnmál dagsins og þá einkum veiðigjöldin og afgreiðslu þingsins á því máli.

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ræðir stöðuna í Úkraínu. Stríð hefur nú geisað í fjörutíu mánuði og bítandi er Rússland að bæta stöðu sína. Spurningin er hvað þurfti til þess að snúa stöðunni við.

Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni og í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×