Telja jákvæðu skrefin of fá Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:16 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, eru meðal fulltrúa sem sitja í stjórn Samtaka Ssjávarútvegssveitarfélaga. Samsett Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar. Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni. Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni.
Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira