Telja jákvæðu skrefin of fá Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:16 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, eru meðal fulltrúa sem sitja í stjórn Samtaka Ssjávarútvegssveitarfélaga. Samsett Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar. Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni. Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni.
Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira