Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 20:05 Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, Gísli Rúnar Gylfason spilar og syngur fyrir gesti laugarinnar reglulega og vekur alltaf jafn mikla lukku þegar hann mætir með gítarinn á sundlaugarsvæðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða Akureyri Sund Menning Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða
Akureyri Sund Menning Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira