Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2025 13:02 Bergþór Másson stýrir hlaðvarpinu Skoðanabræður, er umboðsmaður rapparans Birnis, og er auk þess einn eiganda fatafyrirtækisins Takktakk. Instagram Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025 Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025
Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira