Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2025 13:02 Bergþór Másson stýrir hlaðvarpinu Skoðanabræður, er umboðsmaður rapparans Birnis, og er auk þess einn eiganda fatafyrirtækisins Takktakk. Instagram Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025 Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025
Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira