Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2025 13:02 Bergþór Másson stýrir hlaðvarpinu Skoðanabræður, er umboðsmaður rapparans Birnis, og er auk þess einn eiganda fatafyrirtækisins Takktakk. Instagram Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025 Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025
Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira