Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2025 14:58 Ragnhildur er fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót. LET ACCESS Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga. Ragnhildur lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og fór hringinn á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Annan daginn fór Ragnhildur hringinn á tveimur höggum undir pari og sat í öðru sæti fyrir lokadaginn sem fór fram í dag. Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var í dag. LET ACCESS Ragnhildur spilaði vel í erfiðum veðuraðstæðum í dag og tók fram úr hinni dönsku Amalie Leth-Nissen til að tryggja sigurinn. Ragnhildur fór hring dagsins á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Ragnhildur er fyrsti Íslendingurinn til að fagna sigri á móti í LET Access mótaröðinni, sem er sú næststerkasta á meðal atvinnukylfinga í Evrópu. Hún hefur spilað virkilega vel síðustu vikur og varð í öðru sæti á Swedish Strokeplay Championship mótinu í síðustu viku. Með því jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á mótaröðinni, þegar hún komst upp í þrettánda sætið. Sigurinn á þessu móti mun síðan færa hana enn ofar á listanum, líklega upp í fjórða eða fimmta sætið. Tímabilið er um það bil hálfnað og Ragnhildur er í frábærri stöðu, efstu sjö kylfingarnir komast inn á LET mótaröðina á næsta ári. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga. Ragnhildur lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og fór hringinn á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Annan daginn fór Ragnhildur hringinn á tveimur höggum undir pari og sat í öðru sæti fyrir lokadaginn sem fór fram í dag. Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var í dag. LET ACCESS Ragnhildur spilaði vel í erfiðum veðuraðstæðum í dag og tók fram úr hinni dönsku Amalie Leth-Nissen til að tryggja sigurinn. Ragnhildur fór hring dagsins á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Ragnhildur er fyrsti Íslendingurinn til að fagna sigri á móti í LET Access mótaröðinni, sem er sú næststerkasta á meðal atvinnukylfinga í Evrópu. Hún hefur spilað virkilega vel síðustu vikur og varð í öðru sæti á Swedish Strokeplay Championship mótinu í síðustu viku. Með því jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á mótaröðinni, þegar hún komst upp í þrettánda sætið. Sigurinn á þessu móti mun síðan færa hana enn ofar á listanum, líklega upp í fjórða eða fimmta sætið. Tímabilið er um það bil hálfnað og Ragnhildur er í frábærri stöðu, efstu sjö kylfingarnir komast inn á LET mótaröðina á næsta ári.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira