Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 23:41 Bæjaryfirvöld báðu lögreglu um að rannsaka málið og fólu ytri aðila að gera öryggisúttekt fyrir sundlaugina. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Mosfellsbær Lögreglumál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Mosfellsbær Lögreglumál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira