Innlent

Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Undanfarna daga hefur rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá syðri.
Undanfarna daga hefur rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá syðri. Vísir/Jóhann K.

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Ingibjörg Andrea Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að vísbendingar séu um að lítillega hafi dregið úr vatnshæð árinnar innst við jökulinn en of snemmt sé að segja til um hvort hlaupið hafi náð hápunkti eða sé í rénun. 

„Við þurfum aðeins að láta nóttina líða áður en við getum túlkað það.“

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt eftir að hlaupið hófst, nú síðast úr Þórsmörk að sögn Ingibjargar. 

„Það er einhver smá jöklafýla við Emstruá og á því svæði. Þannig að í kringum Mýrdalsjökul er ekki óvitlaust fyrir fólk að vera vakandi og ekki vera að dvelja við árfarvegi að óþörfu eða í lægðum. Það gæti verið gas á svæðinu,“ segir Ingibjörg. 


Tengdar fréttir

Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli

Lítið hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm. Vatnshæð og rafleiðni fer þó enn smátt vaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×