Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2025 17:38 Sigurbirni landsliðsþjálfara er létt að liðið sé klárt. Þær Glódís Rún og Jóhanna Margrét Sýn Landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss var opinberaður með pompi og prakt í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði síðdegis. Tæpur mánuður er í mót og spenna á meðal HM-fara. Boðið var til veislu í Hafnarfirði í dag og var þar ellefu manna hópur Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót opinberaður, sem og sjö manna hópur ungmenna auk varaknapa og kynbótahrossa. Mótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Landsliðsþjálfaranum létt Vísir náði tali af Sigurbirni Bárðarsyni, landsliðsþjálfara, sem segir erfitt að velja slíkan hóp. „Það tekur helling á. Maður er að ýta hörku knöpum til hliðar og þarf að velja sjö manna kjarna úr gríðarlega stórum hópi af toppfólki. Þannig að þetta er vandasamt. Það tekur líka á að þurfa að hafna einhverjum og bera leiðinleg tíðindi. Þetta er ekki bara gaman, en að lokum er þetta gaman. Að sjálfsögðu,“ segir Sigurbjörn sem er létt. „Þetta er mikill gleðidagur og mikill léttir. Núna er bara áfram gakk. Nú verður farið að þjálfa, leggjast yfir knapana, sjá hvar þeir geta bætt sig og gert betur. Hópurinn er fastmótaður og liðið orðið til,“ segir Sigurbjörn. Klippa: Léttir að hafa valið hópinn Þær Jóhanna Margrét Snorradóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir eru klárar í slaginn og mæta báðar til leiks sem ríkjandi meistarar frá mótinu 2023. „Það er mikil spenna og eftirvænting. Núna þarf að passa að stilla þjálfuninni rétt fyrir mót. Ég er mjög spennt að mæta aftur,“ segir Glódís Rún sem er ný í A-landsliðshópnum eftir að hafa unnið til heimsmeistaratitils í fimmgangi í ungmennaflokki á síðasta móti. „Þetta er búin að vera svolítil keyrsla á okkur í vor. Þetta hafa verið mörg mót og fólk að keyra sig upp. Eftir það þurfti maður aðeins að hvíla. Þannig að núna er maður svolítið að dunda sér í gang og svo upp úr næstu viku fer maður að keyra sig í gír aftur,“ segir Jóhanna Margrét aðspurð um hvernig eigi að stilla þjálfunina rétt. Jóhanna mætir á komandi mót sem ríkjandi heimsmeistari í tölti sem og samanlögðum fjórgangsgreinum. Landsliðshópa Íslands má sjá að neðan. Landsliðshópur Íslands fyrir HM íslenska hestsins í Sviss: Fullorðnir Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250 m. skeiði) Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmennaflokki) Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum) Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi) Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Tölt T1 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 250 m. og 100 m. skeið Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Slaktaumatölt T2 og fjórgangur V1 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka Gæðingaskeið PP1 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 250 m. og 100 m. skeið Ungmenni Herdís Björg Jóhannsdóttir Hestur ekki ákveðið (ríkjandi heimsmeistari ítölti) Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum) Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 250m. og 100 m. skeið Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Slaktaumatölt T2 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu Gæðingaskeið og 250 m. skeið Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Fjórgangur V1 og tölt T1 Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1 Varaknapar: Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal (Grettir frá Hólum og Alviðra frá Kagaðarhóli) Fanndís Helgadóttir (Sproti frá Vesturkoti) Hulda María Sveinbjörnsdóttir (Lifri frá Lindarlundi) Kynbótahross Flokkur 5 vetra hrossa Sörli frá Lyngási (8.35) sýnandi Agnar Þór Magnússon Óskastund frá Steinnesi (8.65) sýnandi Árni Björn Pálsson Flokkur 6 vetra hrossa Drangur frá Ketilsstöðum (8.57) Sýnandi Bergur Jónsson Flokkur 7 vetra hrossa og eldri Hljómur frá Auðsholtshjáleigu (8.72) sýnandi Árni Björn Pálsson Eind frá Grafarkoti (8.69) sýnandi Bjarni Jónasson Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Boðið var til veislu í Hafnarfirði í dag og var þar ellefu manna hópur Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót opinberaður, sem og sjö manna hópur ungmenna auk varaknapa og kynbótahrossa. Mótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Landsliðsþjálfaranum létt Vísir náði tali af Sigurbirni Bárðarsyni, landsliðsþjálfara, sem segir erfitt að velja slíkan hóp. „Það tekur helling á. Maður er að ýta hörku knöpum til hliðar og þarf að velja sjö manna kjarna úr gríðarlega stórum hópi af toppfólki. Þannig að þetta er vandasamt. Það tekur líka á að þurfa að hafna einhverjum og bera leiðinleg tíðindi. Þetta er ekki bara gaman, en að lokum er þetta gaman. Að sjálfsögðu,“ segir Sigurbjörn sem er létt. „Þetta er mikill gleðidagur og mikill léttir. Núna er bara áfram gakk. Nú verður farið að þjálfa, leggjast yfir knapana, sjá hvar þeir geta bætt sig og gert betur. Hópurinn er fastmótaður og liðið orðið til,“ segir Sigurbjörn. Klippa: Léttir að hafa valið hópinn Þær Jóhanna Margrét Snorradóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir eru klárar í slaginn og mæta báðar til leiks sem ríkjandi meistarar frá mótinu 2023. „Það er mikil spenna og eftirvænting. Núna þarf að passa að stilla þjálfuninni rétt fyrir mót. Ég er mjög spennt að mæta aftur,“ segir Glódís Rún sem er ný í A-landsliðshópnum eftir að hafa unnið til heimsmeistaratitils í fimmgangi í ungmennaflokki á síðasta móti. „Þetta er búin að vera svolítil keyrsla á okkur í vor. Þetta hafa verið mörg mót og fólk að keyra sig upp. Eftir það þurfti maður aðeins að hvíla. Þannig að núna er maður svolítið að dunda sér í gang og svo upp úr næstu viku fer maður að keyra sig í gír aftur,“ segir Jóhanna Margrét aðspurð um hvernig eigi að stilla þjálfunina rétt. Jóhanna mætir á komandi mót sem ríkjandi heimsmeistari í tölti sem og samanlögðum fjórgangsgreinum. Landsliðshópa Íslands má sjá að neðan. Landsliðshópur Íslands fyrir HM íslenska hestsins í Sviss: Fullorðnir Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250 m. skeiði) Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmennaflokki) Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum) Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi) Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Tölt T1 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 250 m. og 100 m. skeið Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Slaktaumatölt T2 og fjórgangur V1 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka Gæðingaskeið PP1 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 250 m. og 100 m. skeið Ungmenni Herdís Björg Jóhannsdóttir Hestur ekki ákveðið (ríkjandi heimsmeistari ítölti) Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum) Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 250m. og 100 m. skeið Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Slaktaumatölt T2 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu Gæðingaskeið og 250 m. skeið Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Fjórgangur V1 og tölt T1 Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1 Varaknapar: Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal (Grettir frá Hólum og Alviðra frá Kagaðarhóli) Fanndís Helgadóttir (Sproti frá Vesturkoti) Hulda María Sveinbjörnsdóttir (Lifri frá Lindarlundi) Kynbótahross Flokkur 5 vetra hrossa Sörli frá Lyngási (8.35) sýnandi Agnar Þór Magnússon Óskastund frá Steinnesi (8.65) sýnandi Árni Björn Pálsson Flokkur 6 vetra hrossa Drangur frá Ketilsstöðum (8.57) Sýnandi Bergur Jónsson Flokkur 7 vetra hrossa og eldri Hljómur frá Auðsholtshjáleigu (8.72) sýnandi Árni Björn Pálsson Eind frá Grafarkoti (8.69) sýnandi Bjarni Jónasson
Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira