Lífið

Barbie dúkka með sykur­sýki týpu eitt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mattel tilkynnti nýju Barbie-dúkkuna í gær, þriðjudag.
Mattel tilkynnti nýju Barbie-dúkkuna í gær, þriðjudag. Mattel

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins.

Fram kemur í frétt BBC að nýjasta viðbótin sé enn eitt skref í átt að því að gera öllum börnum kleift að sjá sig í Barbie-dúkkunum. Mattel hannaði þessa nýju dúkku í samstarfi við Breakthrough T1D sem eru leiðandi samtök á sviði rannsókna og málsvara fyrir fólk með sykursýki eitt.

Dúkkan er með blóðsykursmæli (CGM) á handleggnum sem er festur með Barbie-bleikum hjartaplástri og snjallsíma sem sýnir mælingarnar. Hún ber insúlíndælu um mittið og er klædd bláum doppóttum fötum, sem eru alþjóðlegt tákn sykursjúkra. Auk þess fylgir pastelblá taska fyrir nauðsynjar eða snarl.

Barbie-vörumerkið sætti gagnrýni árum saman fyrir óraunverulegt útlit hefðbundnu dúkkunnar. Árið 2016 hóf Mattel framleiðslu á Barbie-dúkkum með mismunandi líkamsgerðir og þremur árum síðar komu meðal annars dúkkur með gervifætur, heyrnartæki, í hjólastól og með blindrastaf.


Tengdar fréttir

Sjónskert Barbie lítur dagsins ljós

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu blindu Barbie-dúkkuna. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins. 

Barbie nú með Downs

Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.