Tónlist

„Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Luigi og Patrik voru að gefa út lagið Gef þér allt.
Luigi og Patrik voru að gefa út lagið Gef þér allt. Freyja Rún Friðriksdóttir

Patrik og Luigi eru mættir aftur saman með splunku nýjan sumarsmell sem heitir Gef þér allt en þeir frumsýna tónlistarmyndbandið hér í pistlinum.

Hér má sjá tónlistarmyndbandið:

Klippa: Patrik ft. Luigi - Gef þér allt

„Fólk vildi annað lag með okkur tveim saman og það var komin pressa frá aðdáendum þannig við ákváðum að svara kallinu,“ segir Patrik um samstarfið en þeir hafa sameinað krafta sína við gerð smella á borð við Skína og Hiti á klúbbnum. 

Patrik við tökur Freyja Rún Friðriksdóttir

Lagið fjallar meðal annars um konurnar í lífi strákanna.

„Við gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi,“ bætir Patrik við og þaðan kom innblásturinn. Hann heyrði svo í Orra Guðmundssyni sem leikstýrði myndbandinu.

„Tónlistarmyndbandið við lagið „Gef þér allt“ eftir PATR!K og Luigi var verkefni sem ég fékk að leikstýra og það var frá upphafi ljóst að þetta yrði mjög skemmtilegt myndband. Þegar Patrik hafði samband við mig og við fórum strax á flug í alls konar skemmtilegum pælingum.“

Patrik sótti sömuleiðis fagurfræðilegan innblástur í myndbandið við Life is Good með tónlistarmönnunum Drake og Future. 

Innblásturinn kom meðal annars úr tónlistarmyndbandinu Life is good.Skjáskot

„Sá reffi gaf okkur frábært svigrúm til að leika okkur og ýta undir sköpunargleðina.

Að leikstýra þessu myndbandi var sannarlega skemmtilegt ferli. Það var ótrúlega gaman að vinna með þessum frábæra hópi fólks og ég vona að sú gleði sem var lögð í gerð myndbandsins smiti út frá sér til allra þeirra sem horfa á það,“ segir Orri glaður í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.