Innlent

„Orðaskiftismetið tikið“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir er meðal ræðukónga umræðunnar.
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir er meðal ræðukónga umræðunnar. Vísir/Vilhelm

Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“

Fram kemur í frétt Kringvarpsins sem birtist í morgun að metið hafi verið slegið snemma í gærkvöldi þegar umræðan um veiðigjöldin tók fram úr umræðunni um þriðja orkupakkann frá árinu 2019.

Þá segir að sjö „røðarar“ séu á listanum og að hjá einum þeirra sé „talan um ræðu númer 65 um hetta málið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×