Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 20:58 Sylvía Kristín Ólafsdóttir kemur frá Icelandair til Nova. Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova til Kauphallarinnar. Sylvía Kristín kemur til Nova frá Icelandair þar sem hún hefur starfað frá 2018, sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála frá 2022 og sem framkvæmdastjóri rekstrar frá ágúst 2023. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM). Þá hefur Sylvía setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og sjóða. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Sylvíu til liðs við Nova og enginn vafi á að hún er rétta manneskjan til að taka við keflinu af Margréti seinna á árinu. Sylvía býr yfir mikilli þekkingu á rekstri og markaðsmálum, auk mikilvægrar reynslu úr tækni- og hugbúnaðarheiminum, þar sem fjölbreytt, vel samsett teymi og góð innri menning skapar árangur. Þessi þekking mun koma sér vel nú þegar við tökum stefnuna á enn frekari vöxt. Nova er í afburðasterkri stöðu til að renna enn frekari stoðum undir sterkan framtíðarvöxt félagsins og við hlökkum til næsta kafla í sögu Nova með Sylvíu,“ sagði Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarformaður Nova, um ráðninguna. Þann 7. maí var greint frá því að Margrét Tryggvadóttir hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Nova eftir sjö ár í forstjórastól og 18 ár hjá félaginu. Þar kom fram að Margrét myndi gegna starfinu áfram til 1. desember og sinna ráðgjöf fyrir félagið eftir að hún léti af störfum. Tímamót Nova Vistaskipti Icelandair Fjarskipti Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova til Kauphallarinnar. Sylvía Kristín kemur til Nova frá Icelandair þar sem hún hefur starfað frá 2018, sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála frá 2022 og sem framkvæmdastjóri rekstrar frá ágúst 2023. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM). Þá hefur Sylvía setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og sjóða. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Sylvíu til liðs við Nova og enginn vafi á að hún er rétta manneskjan til að taka við keflinu af Margréti seinna á árinu. Sylvía býr yfir mikilli þekkingu á rekstri og markaðsmálum, auk mikilvægrar reynslu úr tækni- og hugbúnaðarheiminum, þar sem fjölbreytt, vel samsett teymi og góð innri menning skapar árangur. Þessi þekking mun koma sér vel nú þegar við tökum stefnuna á enn frekari vöxt. Nova er í afburðasterkri stöðu til að renna enn frekari stoðum undir sterkan framtíðarvöxt félagsins og við hlökkum til næsta kafla í sögu Nova með Sylvíu,“ sagði Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarformaður Nova, um ráðninguna. Þann 7. maí var greint frá því að Margrét Tryggvadóttir hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Nova eftir sjö ár í forstjórastól og 18 ár hjá félaginu. Þar kom fram að Margrét myndi gegna starfinu áfram til 1. desember og sinna ráðgjöf fyrir félagið eftir að hún léti af störfum.
Tímamót Nova Vistaskipti Icelandair Fjarskipti Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira