Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 12:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir það furðuleg skilaboð að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um að ákæra ekki menn sem höfðu samræði við fatlaða konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar. Mál sem þetta grafi undan trausti til réttarkerfisins. Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira