Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2025 20:07 Systurnar í Lindartúni í Vestur-Landeyjum með Prins Greifa sinn en þetta eru þær frá vinstri, María Brá, Ronja Bella og Bríet Auður. Eins og sjá má er hesturinn mjög fallegur og sérstakur á litinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira