Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar 6. júlí 2025 17:01 Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun