Fótbolti

EM í dag: Allt eða ekkert

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson fóru vel yfir sviðið fyrir leikinn gegn Sviss. 
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson fóru vel yfir sviðið fyrir leikinn gegn Sviss.  vísir / skjáskot

Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs.  

Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson eru áfram á EM í fótbolta ásamt tökumanninum og ljósmyndaranum Antoni Brink.

Þeir hituðu vel upp fyrir gríðarmikilvægan leik kvöldsins, fóru yfir stöðuna á liðinu og fyrirliðanum Glódísi Perlu, ræddu andstæðinginn Sviss og mögulegar útkomur í kvöld, ásamt því að segja léttar og skemmtilegar sögur frá Evrópumótinu í Sviss. 

Þáttinn má sjá hér að neðan. Á eftir, klukkan tvö, verða félagarnir svo í beinu streymi frá stuðningsmannasvæðinu í Bern. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×