Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun