Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 19:07 Jón Gestur Sveinbjörnsson íbúi í Fannborg í miðbæ Kópavogs hefur miklar áhyggjur af raski sem muni fylgja framkvæmdum en bæjaryfirvöld leggja áherslu á mikið samráð við íbúa. Vísir/Sigurjón Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“ Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“
Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17