Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 19:07 Jón Gestur Sveinbjörnsson íbúi í Fannborg í miðbæ Kópavogs hefur miklar áhyggjur af raski sem muni fylgja framkvæmdum en bæjaryfirvöld leggja áherslu á mikið samráð við íbúa. Vísir/Sigurjón Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“ Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“
Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17