Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 19:07 Jón Gestur Sveinbjörnsson íbúi í Fannborg í miðbæ Kópavogs hefur miklar áhyggjur af raski sem muni fylgja framkvæmdum en bæjaryfirvöld leggja áherslu á mikið samráð við íbúa. Vísir/Sigurjón Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“ Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“
Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17