Fótbolti

Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, hvetur sínar stelpur áfram í hitanum í Sion í kvöld.
Elísabet Gunnarsdóttir, hvetur sínar stelpur áfram í hitanum í Sion í kvöld. Getty/Eddie Keogh

Belgíska kvennalandsliðið varð að sætta sig við sömu úrslit og það íslenska í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss.

Belgía tapaði 1-0 á móti Ítalíu í kvöld og kom sigurmarkið í fyrri hálfleiknum.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Belga og var þarna að stýra sínum fyrsta leik á stórmóti.

Eina mark leiksins skoraði Ítalinn Arianna Caruso með góðu skoti á 44. mínútu. Markið kom því á versta tíma, rétt fyrir hálfleikinn.

Belgíska liðið var meira með boltann í leiknum en ítalska liðið skapaði sér aftur á móti meira þegar kemur að færum og skotum.

Það voru heilar níu mínútur í uppbótatíma en belgísku stelpurnar náðu ekki að nýta sér það.

Ítalska liðið er í þrettánda sæti á heimslista FIFA en Belgarnir eru sjö sætum neðar í tuttugasta sætinu.

Belgar eiga eftir að spila við Portúgal og Spán en þau mætast seinna í kvöld. Næsti leikur Belga er á móti Spánverjum og það verður mjög erfiður leikur á móti sjálfum heimsmeistunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×