Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 06:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir (t.v.) segir að Jens Garðar Helgason (t.h.) hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjald vegna hagsmunaáreksturs. Vísir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira