Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Skjáskot af færslu sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti á samfélagsmiðlum í gærmorgun. Vísir Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira