„Mjög óeðlileg nálgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 13:57 Hildur Björnsdóttir segir sérkennilegt að borgin hafi ekki ætlað að slá túnið við Sóleyjarima fyrr en í lok sumars. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira