„Mjög óeðlileg nálgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 13:57 Hildur Björnsdóttir segir sérkennilegt að borgin hafi ekki ætlað að slá túnið við Sóleyjarima fyrr en í lok sumars. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira