Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2025 21:02 Nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn bíða nú eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Vísir/Vilhelm Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira