Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2025 21:02 Nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn bíða nú eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Vísir/Vilhelm Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira