„Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:50 Erling Freyr hjá atNorth segir þróun gervigreindar hafa orðið til þess að flýta mjög uppbyggingu gagnavera. Vísir/Margrét Helga Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af. AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“ Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“
Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07
Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52