Golf

Gunn­laugur tveimur undir pari en spænski fé­laginn efstur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gunnlaugur Árni er í góðum málum eftir fyrri hringinn en þarf að gefa aðeins í á seinni hringnum.
Gunnlaugur Árni er í góðum málum eftir fyrri hringinn en þarf að gefa aðeins í á seinni hringnum. GSÍ

Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari.

Seinni hringur mótsins er óspilaður og Gunnlaugur þarf að vinna sig upp listann þegar hann fer seinni átján holurnar á eftir, 12. sæti af alls 72 keppendum er alls ekki slæmt en aðeins fimm efstu kylfingarnir komast á Opna breska.

Gunnlaugur er einn af sjö kylfingum sem eru jafnir í tólfta sætinu, meðal þeirra er fyrrum risamótsmeistarinn Graeme McDowell.

Mótið fer fram á Royal Cinque Ports vellinum í Kent, Englandi. Með Gunnlaugi og David Puig í holli á fyrri hringnum var Sam Smitherman, yfirþjálfari golfklúbbsins á svæðinu.

Væntanlega hefur Gunnlaugur því lært nokkuð vel, af efsta kylfingi mótsins og yfirþjálfara svæðisins, og vonandi nýtist þekkingin honum nú þegar hann leggur af stað í seinni hringinn. Fylgjast má með stöðunni hér. 


Tengdar fréttir

Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×