Lífið

Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Grand og Brynjólfur fagna eins árs sambandsafmæli sínu í ágúst, á sama tíma og þau fá húsið afhent.
Vala Grand og Brynjólfur fagna eins árs sambandsafmæli sínu í ágúst, á sama tíma og þau fá húsið afhent.

Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna.

Parið mun fá húsið afhent í byrjun ágústmánaðar og segist Vala ætla að mála húsið svart og grátt.

„Ég er bara þakklát fyrir lífið og finnst ég vera svo lánsöm miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum síðastliðin tvö ár. Loksins er lífið farið að sýna mér hversu yndislegt það getur verið, þegar maður fer að hlúa að sjálfum sér og elska sjálfan sig. Við eigum einfaldlega að treysta alheiminum til að leiða okkur að hamingjunni,“ segir Vala í samtali við Vísi.

Umrætt hús var byggt árið 1990 en hefur verið endurnýjað að miklu leyti á undanförnum árum. Eignin skiptist í rúmgóða forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús, opna stofu og borðstofu, þvottahús og baðherbergi. Á gólfum eru parket og flísar.

Við húsið er stór afgirt verönd með heitum potti, auk fallega gróins garðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.