Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 14:02 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á síðasta Evrópumóti, í Englandi fyrir þremur árum. vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira