Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:41 Karl Héðinn, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, segir að skipt hafi verið um lás í húsnæði flokksins. Aðsend Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. „Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01