Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:18 Ármann Leifsson, forseti Röskvu og Arent Orri J Claessen, forseti SHÍ. Samsett Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann. Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann.
Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira